Ekki í lagi

Mér finnst þetta ekki í lagi.
Mótmælendur eru að eyðileggja fyrir málstað sínum með því að láta svona.
mbl.is Þökkuðu fyrir kaffið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig fyndist þér að ætti að mótmæla!!! Ert þú kannski þessi týpa sem situr og sötrar kaffi og bölvar ástandinu í sand og ösku og að ríkisstjórnin sé ekki að standa sig og það séu allir að svíkja þjóðina....  well þessir aðilar eru búnir að vera að því og hafa ákveðið að halda lengra! Húrra fyrir þeim sem þora að mótmæla almennilega !!!

Grétar 18.12.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Liberal

Það er nú frekar "húrra fyrir þeim sem virða lýðræðið og kjósa í næstu kosningum."

Það er engin sérstök ástæða til að hrópa húrra fyrir fólki sem fer fram með ofbeldi, skemmdarverkum og einelti.  Grétar virðist tilheyra sama hópi fólks og flykktist um Hitler á sínum tíma og fannst hann vera það besta síðan ristað brauð var fundið upp. 

Liberal, 18.12.2008 kl. 11:53

3 identicon

Mér finnst nú lágmark að vera ekki að skemma hluti og þurfa ekki að svara fyrir það.  Þá eru mótmælendur komnir niður á sama plan og þeir aðilar sem mótmælendur eru að mótmæla.  Það er bara ekkert í lagi að vera skemma eigur annarra.  Það er bara aumingjaskapur.

Hannes 18.12.2008 kl. 11:55

4 identicon

og setning dagsins er: Þá eru mótmælendur komnir niður á sama plan og þeir aðilar sem mótmælendur eru að mótmæla.

Ef engin mótmæli hefðu átt sér stað útí í hinum stóra heimi í mannkynssögunni, hvernig heldurðu að ástandið í sumum löndum væri þá nú? bara spyr.

Atli Jóhann Guðbjörnsson 18.12.2008 kl. 11:58

5 identicon

...að sjálfsögðu á að vera með svolítil læti þegar mótmæli fara fram -:) svo lengi sem engin slasist

,,Skemmi fyrir,, - hvernig þá? ......  í samhengi við þá eyðileggingu í þjóðfélaginu sem þegar hefur farið fram!

Margret 18.12.2008 kl. 11:58

6 Smámynd: Nidur

Eins og ég sagði, þetta fólk í þessum mótmælun er bara að eyðileggja fyrir restinni sem langar að mótmæla. Ég veit allavega að ég læt ekki sjá mig innan um þetta lið þótt að ég sé ósáttur við eitthvað.

Nidur, 18.12.2008 kl. 12:00

7 identicon

ps. hvernig væri að skrá sig undir nafni blgogari góður?

Atli Jóhann Guðbjörnsson 18.12.2008 kl. 12:00

8 Smámynd: Nidur

Ég er einfaldlega hræddur við þennan hóp "mótmælenda" sem gætu bara birst fyrir utan heima hjá mér og kastað í mig snjóboltum.

Nidur, 18.12.2008 kl. 12:05

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nú - hvaða hlut áttir þú í hruninu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.12.2008 kl. 12:07

10 Smámynd: Nidur

Allir á íslandi eiga hlut í því hvernig fór. Heimskreppan byrjaði ekki hérna þið verðið að skilja það. Þetta fór svona út af því hvernig við íslendingar fórum með peningana okkar.

Við erum öll sek.

Nidur, 18.12.2008 kl. 12:10

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Júlíus, þó að einn mótmælandi sé svo vitlaus erum við það enganvegin öll. Hinsvegar, hefðir þú hlustað á yfirlýsingu mótmælenda úr Lb í gær þá kom fram að afsökunin fyrir því að háu herrarnir innan bankana höfðu sín laun var sú að þeir tækju svo mikla ábyrgð. Hvar er sú ábyrgð nú?
Hvernig eru þeir að bjarga þessu og borga?
Þeir láta okkur launaþrælana súpa seyðið. That's what.

Júlíus og Niður (hljómar eins og nafn á þjóðlagadúett hægri-manna); við berum EKKI öll ábyrgð á þessu. Það má vera að þið hafið gripið allar lygr sem ykkur hafa verið sagðar sem heilögum sannleik og keypt allt sem ykkur var sagt og verið í sífelldri typpamælingakeppni við nágrannan um hvor á flottari bíl, breiðtjald etc, en það breytir því ekki að þetta lendir verst á yngra fólki, eins og mér, sem hef aldrei átt bíl, aldrei á flatskjá, aldrei átt bót fyrir boruna á mér.

Eruð þið að segja með öðrum orðum að þetta sé YKKUR  að kenna og bjóða ykkur fram, til þess að stíga skjaldborg um og verja oligarchana, vanhæfu stjórnmálamennina og rithöfundinn í seðlabankastjórastólnum ...? Ykkur er það velkomið, enþað er í besta falli hálfvitalegt.

Það má vel vera að þið hafið farið illa með peningana ykkar og ættuð að skammast ykkar, en það breytir því ekki að við erum ekki öll samsek í þessu og þið getið ekki ætlað að það séu allir jafn miklir kjánar og þið sjálfir. Hugsið til barnanna ykkar. Hvað unnu þau sér til að þurfa að borga skuldir oligarchana annað en að fæðast á röngum stað á röngum tíma? Finnst ykkur þetta ástand afsakanlegt? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.12.2008 kl. 12:54

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

E:S: háu herrarnir innan bankana höfðu sín laun átti að vera háu herrarnir innan bankana höfðu sín ofurlaun

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.12.2008 kl. 12:55

13 Smámynd: Nidur

Einar, ég myndi telja að þetta ástand væri betra fyrir þig en okkur sem skuldum. Ekki draga þá ályktun að við höfum farið illa með okkar peningana okkar.

Þú ert bara í því að rakka fólk niður og kallar okkur hálfvita og kjána, þú græðir ekkert á því þú tapar ekki einusinni á því. Má líkja því við ástandið hjá þér í dag í peningamálunum.

Ef þú hefur verið launþegi Einar fengið útborgað og eitt pening í landinu þá ert þú jafn ábyrgur og við. Einhver græddi á þinni eyðslu og notaði þann gróða í útrás eða aðra gróða vitleysu.

Ef þú hefur hinsvegar ekki verið launþegi og er ennþá bara barn þá getur þú lært af þessu og fótað þig enn betur í framtíðinni.

Nidur, 18.12.2008 kl. 13:13

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Niður

Kíktu á bloggið hjá Þórarni. Búin að svara þér.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 18:08

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þannig að ég ber ábyrgð á því hvernig annar aðili fer með peninga sem ég borgaði fyrir veitta þjónustu eða vöru, hvernig sá aðili fer með peninga sem ég afsala mér?

Þetta er rökvilla hjá þér, því ef þessari reglu ætti að fylgja værir öll þjóðin jafnsek um gífurleg fíkniefnakaup, enda er mjög hættulítið að áætla að eitthvað af þeim peningum sem þú hefur eytt í gegnum tíðina, sama hvort þú varst búinn að vinna þér fyrir þeim eða ekki, hafi farið í gegnum hendur fíkniefnasala og neytenda.
Eins er ég viss um að eitthvað af þeim peningum sem ég hef eytt hefur endað hjá einhverjum sem keypti sér þjónustu vændiskvenna, þar af leiðandi er ég hórkarl líka, ekki satt?

Ég hef verið launþegi síðan á unglingsaldri, ég hlýt að hafa einhverntíman meðhöndlað peninga sem hafa farið um hendur siðlausra manna, ergo er ég siðlaus sjálfur? Þetta eru skriðurök í besta falli.

Ef þú skoðar svar mitt betur sérðu að ég kallaði þig aldrei hálfvita, ég sagði aðeins það að ef þú ætlar að axla ábyrgð á einhverju sem þú ert ekki sekur um þá er það í besta falli hálfvitalegt og að kalla einhvern kjána er nú varla það neikvætt í ljósi þess að sami einstaklingur var að gefa í skyn að hann hefði spilað rassinn úr buxunum og tekið þannig þátt í neyslukapphlaupinu að hann stæði vart í lappirnar af þreytu.

Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki verst settur í þessu þjóðfélagi. Það er alveg ljóst. Ég er til að mynda ekki ný-atvinnulaus einstæð 3gja barna móðir með myntkörfulán á herðunum, en slíkar eru til.

Það hlakkar ekki í mér það glapræði margra landa minna sem fór á stjá í góðærinu svokallaða. Það hryggir mig hinsvegar gífurlega og það sem hryggir mig enn meira er að þeir sem raunverulega ábyrgð bera á þessu, þá er ég bæði að tala um plútókratana og stjórnmálamennina, sleppi vegna þess að einverjir úrtölumenn eru blindaðir af skriðurökum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.12.2008 kl. 01:41

16 Smámynd: Sigurbjörg

Hræddur við mótmælendur? Hvaða hlut áttir þú eiginlega í hruninu ?

Sigurbjörg, 19.12.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband